Föstudaginn 2. október verða fluttir spennandi fyrirlestrar á vegum Rannsóknarstofu í textíl. Öllum fyrirlestrum er streymt beint á netinu og því auðvelt fyrir áhugasama að fylgjast með hvar sem þeir eru staddir.
Námskeið haustins verða kynnt fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20. Vegna samkomutakmarkanna verður að þessu sinni hafður sá háttur á að kynningunni er streymt á netinu (facebook-live).
Aðalfundur HFÍ er venjulega haldinn um miðjan maí en vegna Covid-19 ástandsins hefur ákvörðun um tímasetningu fundarins verið frestað fram í byrjun maí þegar nánar liggur fyrir um þróun samkomubannsins sem nú ríkir.