Hversdagstreyja, úr bómullarefni eða vaðmáli, aðskorin, hneppt eða krækt upp í háls með síðum, þröngum ermum, rykktum á öxlum. Algeng á síðari hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar.
Hluti faldbúnings frá fornu fari. Í fyrstu líktist hann pípukraga presta en síðar hvarf pípukraginn en eftir var undirlag hans, stífur kringlóttur kragi, nokkrir sentímetrar að breidd. Kragar eru gerðir úr pappa og hattflóka. Þeir eru klæddir flaueli, silki eða klæði, oftast svörtu en líka oft í öðrum lit. Kragar eru skreyttir á ýmsa vegu, með borðum, skurði, kniplingum eða baldýringu. Þeir eru opnir að framan og kræktir þar saman. Stundum voru þeir festir við treyjuna. Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.
Sá hluti faldbúnings sem konur klæðast utan yfir upphlut og skyrtu. Treyjan er þröng, upp í háls, krækt saman að framan og með löngum, þröngum ermum stundum með uppslögum. Treyjurnar gátu verið bláar en eru nú til dags yfirleitt svartar. Þær eru alltaf skreyttar með borðum og leggingum af ýmsum gerðum og stundum eru á ermum fimm til sjö ermahnappar. Sjá líka karlamnnstreyjur.
Borðar á boðöngum treyju, oft baldýraðir, perlusaumaðir, kniplaðir, með flauelsskurði eða vírborðar.