Hugur og hönd á timarit.is

Ársrit Heimilsiðnaðarfélags Íslands Hugur og hönd er nú aðgengilegt á rafrænu formi á timarit.is.  

Ritið hefur komið út frá árinu 1966 og hefur að geyma vandaða umfjöllun um handverk og listiðnað auk uppskrifta. Hugur og hönd er sígilt rit um sígilt efni sem á sér dyggan hóp lesenda. Margt af því sem birtist í elstu eintökum blaðsins hefur aftur komist í tísku því eins og við öll þekkjum gengur allt í hringi. Eldri blöð eru því kjörin hugmyndabanki að nýjum og spennandi handverksverkefnum.

Félagsmenn HFÍ fá ársritið sent um leið og árgjöld eru innheimt á vorin en auk þess er hægt að vera áskrifandi af ritinu sérstaklega (án þess að vera félagsmaður). Fjölmargir árgangar af Hug og hönd eru enn fáanlegir á pappírsformi en margir árgangar eru löngu uppseldir. 

Hugur og hönd mun áfram koma út á óbreyttu formi, þ.e. prentað. Á timarit.is verður þriggja ára birtingartöf, þ.e. þrír nýjustu árgangarnir eru ekki aðgengilegir á netinu.