Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
15.01 -
09.04
Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 miðvikudagar - FULLBÓKAÐ
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
21.01 -
08.04
Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 þriðjudagar - fullbókað
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
28.01 -
10.04
Faldbúningtreyja / Peysufatapeysa - FULLBÓKAÐ
Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu (19. eða 20. aldar) en nota sama pilsið. Eða þeim sem eru að sauma sér falbúning / skautbúning og eru með allar skreytingar tilbúnar á treyjuna.
17.02 -
09.04
Vefnaður - byrjendanámskeið vor 2025 - FULLBÓKAÐ
Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
01.03 -
01.03
Umsjónartími í þjóðbúningasaum - mars
Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklingsmiðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
15.03 -
16.03
Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
17.03 -
24.03
Orkering framhaldsnámskeið
Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
19.03 -
20.03
Svartsaumur - námskeið - FULLBÓKAÐ
Kennd eru grunnatriði svartsaums en aðferðin gengur út á að sauma myndir og munstur með svörtu þræðispori.
22.03 -
23.03
Tóvinna
Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
15.04 -
30.04
Landnámsspuni
Spuni af rokki eða spunateini er spunaháttur sem tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám þar til halasnældur urðu algengar um eða fyrir 15. öld. Notaður er ullarteinn til að geyma ullarforðann á og spunateinn með litlum snúð á neðri endanum til að spinna á.
08.05 -
22.05
Egypskur spjaldvefnaður
Þessi spjaldvefnaðargerð er kennd við Egyptaland, en mynstrið myndar þríhyrninga og tígla sem vel minna á Egypsku pýramídana fornu. Oftast eru notaðir tveir litir og dregið er inn í spjöldin eftir ákveðnu mynstri og spjöldunum síðan snúið á sérstakan hátt til að fá fram mynstrið.