Útsaumur gerður með silkiþræði eða bómullarþræði sem er vafinn örfínum gull eða silfurþræði. Baldýring er gjarnan notuð á borða, kraga og belti faldbúnings, á upphlutsborða og einnig á barma og ermar skauttreyju.
Útsaumsaðferð, notuð til að skreyta pils, svuntu og samfellu faldbúninga. Blómstursaumur er saumaður eftir ýmsum munstrum sem dregin eru eða þrykkt á efnið. Blómstursaumspor er unnið líkt og varpleggur, nema bandið úr hverju spori er klofið af næsta nálspori á eftir. Í útliti líkist sporið steypilykkju.
Listsaumur er stundum saumaður á samfellupils og á pils og efri hluta kyrtils. Líka talað um að sauma með mislöngum sporum.
Í perlusaumi eru smáar perlur saumaðar í efni. Perlusaumur var aðallega notaður á kraga og borða faldbúnings og í skrautmuni. Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.
Saumgerð sem oftast er unnin eftir blómamunstrum. Hún er afbrigði af flatsaumi en sporið sjálft liggur að mestu leyti á réttu efnisins og sparar þannig garnið (sparsaumur). Eftir saumspor á réttu er nálinni stungið upp aftur fast við þar sem henni var stungið niður. Saumsporin á réttu geta verið mislöng en á röngu myndast einungis örlítil spor.
Munstur er klippt út úr silki eða flaueli og saumað á annað efni. Saumfar og brúnir oft huldar með perlusaumi eða vírsnúru. Skautbúningspils (samfellur) hafa einnig verið skreytt með skurði. Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.
Ýmiss konar útsaumur er notaður til að skreyta íslenska búninga. Hver búningur hefur sinn sérstaka útsaum, eina gerð eða fleiri. Til dæmis er baldýring notuð á faldbúning, upphlut og skautbúning; blómstursaumur á faldbúnings- og skautbúningssamfellur; perlusaumur á faldtreyju eða kraga; ásaumur eða flauelsskurður á faldbúningstreyju, pils eða samfellur og kúnstbróderí eða listsaumur á kyrtil og skautbúningssamfellu.
Sérstakt saumspor til að sauma leggi til dæmis á milli blaða eða blóma í baldýringu og einnig notað til að sauma munstur á kyrtil og skautbúningssamfellu (oft nefndur kontórstingur.)