Ársrit Heimilisiðnaðarfélags Íslands HUGUR OG HÖND árið 2020 er komið út. Ritið verður sent félagsmönnum og áskrifendum í pósti fimmtudaginn 4. júní.
Í blaðinu er að venju fjölbreytt og skemmtilegt efni en á meðal umfjöllunarefnis að þessu sinni er forvarsla á kjól, leirsmiðja Eyjafjarðar sem tengist Gásahátíðinni, spjaldvefnaður, handverk á Þingeyri auk annarrar umfjöllunnar. Einnig er í blaðinu uppskrift af fallegum vettlingum og yndisfríðum útsaumuðum púða.
Árgjald Heimilisiðnaðarfélagsins er 7.500 kr. og áskrift að Hug og hönd kostar 2.800 kr. Útsendingu gíróseðla hefur verið hætt en þess í stað er eingöngu birt krafa í heimabanka. Þeir sem ekki eru með heimabanka geta snúið sér til gjaldkera í bönkum.