Sokkar, leppar og sokkabönd

FótvefnaðurFótvefnaður

Vefnaður á böndum, gerður með höndum og fótum en engum áhöldum.

Leppar, barðar, illeppar, íleppar

Leppar, barðar, illeppar, ílepparInnlegg í skinn- og roðskó. Algengast var að prjóna leppa en þeir voru líka til saumaðir úr ullarefni. Í rósabarða og rósaleppa var prjónuð áttablaða rós og þeir voru frekar notaðir spari. Slyngdir leppar voru saumaðir úr ullartaui og bryddaðir með fótofnu bandi, slyngju.

Rósaleppar, rósabarðarRósaleppar, rósabarðar

Illeppar sem í var prjónuð áttablaða rós eða annað munstur. Rósaleppar voru venjulega notaðir spari. Sokkar Bæði karlar og konur notuðu sokka, prjónaða úr fínu ullarbandi og vel þæfðir. Sokkar gátu verið bláir eða rauðir auk þess að vera í sauðalitunum.

SpjaldvefnaðurSpjaldvefnaður

Sérstök aðferð til að vefa bönd. Uppistöðuþræðirnir eru þræddir í gegnum göt á þar til gerðum ferhyrndum spjöldum. Annar endi uppistöðunnar er festur í eitthvað eða brugðið undir ilina. Spjöldunum er snúið á ákveðinn hátt og ívafinu skotið inn í skilin. Axlabönd karlmanna, sokkabönd og styttubönd voru oft á tíðum spjaldofin.

SlyngjaSlyngja/slyngdir leppar

Sérstök aðferð til að brydda leppa með fótofnu bandi. Ívafið er saumað í gegnum leppinn eftir hvert bragð um leið og ofið er.

Slyngdir leppar

Leppar prjónaðir, þæfðir og síðan fóðraðir með ullarefni og að lokum bryddaðir með slyngju.

SokkaböndSokkabönd

Halda uppi sokkunum. Þau eru oft svo löng að hægt er að vefja þeim þrisvar eða fjórum sinnum um fótlegginn og síðan hnýta þau með sérstöku bragði. Sokkabönd eru spjaldofin, útsaumuð og fléttuð.