Skilmálar og upplýsingar

Félagar í Heimilisiðnaðarfélaginu fá 10% afslátt af námskeiðsgjöldum. Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku í námskeiðum okkar. Kennsla fer fram í húsakynnum okkar að Nethyl 2e, 110 Reykjavík, nema annað sé tekið fram.

Bókanir og afbókanir

Um leið og námskeiðið er bókað er gengið frá greiðsluskilmálum. Þegar gengið hefur verið frá greiðslu er námskeiðsgjald óafturkræft, nema námskeið falli niður.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands áskilur sér rétt að til þess að hætta við námskeið ef ekki fæst næg þátttaka. Falli námskeið niður fær nemandi námskeiðsgjaldið endurgreitt að fullu.

Ef nemandinn einhverra hluta vegna þarf að hætta við þátttöku þarf afskráning að berast til Heimilisiðnaðarfélagsins á netfangið [email protected] eða í síma 551 5500 ekki síðar en fimm virkum dögum áður en námskeiðið hefst og er þá 80% af námskeiðsgjaldi endurgreitt.

Forfallist nemandi af einhverjum ástæðum og kemst ekki á námskeið sem hann á bókað býðst honum að senda einhvern annan í sinn stað og tilkynna um það á netfangið [email protected] eða í síma 551 5500.

GjafabréfGjafabréf

Gjafabréf á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu gilda í tvö ár frá útgáfudegi. Gjafabréfin eru seld í verslun Heimilidiðnaðarfélagsins en einnig er hægt panta gjafabréf með tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 551 5500. Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir ákveðna upphæð eða á ákveðið námskeið. Ef nýta á gjafabréf á námskeið þarf skráning að fara fram í gegnum skrifstofu ([email protected] / s. 551 5500) en ekki á heimasíðu.