Þjóðbúningar

05.04 - 05.04

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - apríl

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
26.04 - 27.04

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
08.05 - 22.05

Undirpils fyrir þjóðbúning

Undir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning.
10.05 - 10.05

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - maí

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
19.08 - 25.11

Þjóðbúningur kvenna - haust 2025 þriðjudagar - fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
15.09 - 25.11

Þjóðbúningur kvenna - haust 2025 mánudagar -fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
18.09 - 11.12

Þjóðbúningur kvenna - haust 2025 dagnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
25.09 - 27.11

þjóðbúningur drengja / telpna haust 2025

Saumaður er 19. eða 20. aldar þjóðbúnignur á stúlku allt að 10 ára með einföldu pilsi eða þjóðbúningur fyrir dreng allt að 13. ára buxur, skyrta og vesti.