Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
15.01 -
09.04
Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 miðvikudagar - FULLBÓKAÐ
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
21.01 -
08.04
Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 þriðjudagar - fullbókað
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
28.01 -
10.04
Faldbúningtreyja / Peysufatapeysa - FULLBÓKAÐ
Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu (19. eða 20. aldar) en nota sama pilsið. Eða þeim sem eru að sauma sér falbúning / skautbúning og eru með allar skreytingar tilbúnar á treyjuna.
01.03 -
01.03
Umsjónartími í þjóðbúningasaum - mars
Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklingsmiðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
15.03 -
16.03
Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.