Námskeið haustins verða kynnt fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20 (sjá facebook-viðburð hér). Vegna samkomutakmarkanna verður að þessu sinni hafður sá háttur á að kynningunni er streymt á netinu (facebook-live). Kristín Vala Breiðfjörð kynnir námskeiðin, sýnir sýnishorn og spjallar við kennara. Að venju er námskeiðsframboðið fjölbreytt og spennandi blanda af sígildum námskeiðum eins og þjóðbúningasaumi, tóvinnu og vefnaði í bland við nýjungar eins og tösku- og veskjasaum, skarpgripagerð og körfuvefnað o.fl. ATHUGIÐ að útsendingin kemur í stað kynningar á prjónakaffi í Nethyl sem löng hefð er fyrir en ekki er unnt að halda vegna Covid-19 .