Aðalfundur HFÍ er venjulega haldinn um miðjan maí en vegna Covid-19 ástandsins hefur ákvörðun um tímasetningu fundarins verið frestað fram í byrjun maí þegar nánar liggur fyrir um þróun samkomubannsins sem nú ríkir.
Hvort sem aðalfundurinn verður í vor, sumar eða haust þá hefur uppstillinganefnd hafið störf við að leita eftir góðu fólki í stjórn og nefndir félagsins. Starf í stjórn og nefndum er góð leið til að leggja sitt af mörk til starfsemi félagsins, nefndirnar eru fjölbreyttar og verkefnin því margbreytileg og spennandi.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til að gefa sig fram við upstillinganefnd sem fyrst en nefndin mun ljúka störfum í maí. Eins eru ábendingar um áhugasamt fólk, sem uppstillinganefndin getur haft samand við vel þegnar.
Uppstillinganefnd skipa Freyja Kristjánsdóttir, Ívar Ólafsson og Solveig Theodórsdóttir.
Netfang nefndarinnar er: [email protected]
Það verður ánægjulegt að halda aðalfund. Á aðalfundi er meðal annars deilt upplýsingum um öflugt starf stjórnar og nefnda með ársskýrslum auk þess sem sagt er frá framtíðaráformum.