Sigurður málari: Hátíðardagskrá í tilefni 150 ára ártíðar

Í tilefni 150 ára ártíðar Sigurðar málara Guðmundssonar (1833-1874) verður hátíðardagskrá í Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið, laugardaginn 7. september.

Dagskrá

Kl. 10:00 – 12:30 | Heimilisiðnaðarfélagið: Námskeið í listsaum

Saumuð verða munstur sem Sigurður hannaði fyrir skautbúning og kyrtilbúning. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor og nemendur geta valið milli tveggja munstra, býsanska munstursins og sóleyjarmunstursins. Athugið að uppselt er á námskeiðið.

Kl. 10:00 - 12:00 | Konur skauta
Heiðurskonur skauta i Myndasal á 1. hæð, þ.e. búa sig í skautbúning og setja upp falda. Sigurður hannaði skautbúninginn sem kunnugt er.

Kl. 12:00 – 13:00 | Hádegishlé
Hægt verður að kaupa veitingar á kaffihúsi safnsins.

Kl. 13:00 – 14:15 | Dr. Karl Aspelund flytur erindið Birtist nú Sigurður

Karl-Aspelund

Sigurður málari er einstakur í íslenskri menningarsögu: Listhneigður strákur sem varð iðnnemi, lista-akademíker, hönnuður, menningarsköpuður, skarphygginn samfélagsgagnrýnandi og byltingarkenndur baráttumaður fyrir þjóðlegu og menningarlegu sjálfstæði. Í erindi sínu mun Karl tala um listir, skriftir, athafnir og persónulega þróun Sigurðar á hverju æviskeiði og gestir kynnast þannig manninum að baki sköpuninni.

Karl ritstýrði bókinni Málarinn og menningarsköpunin, Sigurður Guðmundsson og kvöldfélagið 1858-1874 ásamt Terry Gunnel. Verkið kom út hjá Þjóðminjasafninu árið 2017. Fyrirlestrarsalur.




Kl. 14:30 – 15:30 | Terry Gunnel, sérfræðileiðsögn

Terry fer með gestum um grunnsýningu safnsins og beinir sjónum að Sigurði málara, áhrifum hans á menningarlífið og hlutverki hans í stofnun Forngripasafns Íslands sem síðar varð Þjóðminjasafn Íslands.

Kl. 15:30 – 16:30 | Þjóðdansafélag Reykjavíkur
Atli Freyr Hjaltasaon heldur stutta tölu um balldansa og ballmenningu 1860-1870 en um það leyti hannaði Sigurður kyrtilbúninginn sem dansbúning. Deginum lýkur á samdansi í anddyri safnsins. Gestir eru hvattir til að taka þátt.

Gestir og gangandi geta myndað sig og sína með leiktjöld Sigurðar í bakgrunni.  

Við hvetjum alla sem tök hafa á að mæta uppáklæddir í þjóðbúningi til að gera daginn enn hátíðlegri.

Gestir í þjóðbúningi frá frítt inn á safnið þennan dag.