HVAÐ ER KNIPL? - prjónakaffi í streymi 8. apríl kl 20.00
Títuprjónar og kefli, krossbragð og snúningur? Út á hvað gengur knipl og hvernig er yfirhöfuð hægt að skilja þetta? Knipl er tilkomumikið handverk sem lítur út fyrir að vera óyfirstíganlega flókið en er í raun einfalt. Knipl naut mikilla vinsælda hér á landi um miðja síðustu öld og má því finna kniplbretti og kniplpinna í geymslum víða. En hvað er eiginlega knipl?
Kristín Vala og Snæfríður leiða okkur í gegnum alla þessa þræði og sýna að það er vit í vitleysunni.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur um árabil haldið prjónakaffi fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Vegna samkomutakmarkanna hefur verið brugðið á það ráð að streyma prjónakaffi á netinu á þessum kvöldum.