Síðasta prjónakaffi ársins verður haldið fimmtudagskvöldið 5. desember! Húsið opnar klukkan 19:00 og tekur prjónakaffinefndin vel á móti gestum með rjúkandi heitt súkkulaði og heimabakað bakkelsi á vægu verði. Við ætlum að eiga saman notalega stund, spila ljúf jólalög og spjalla með eitthvað gott á prjónunum.
Verið hjartanlega velkomin til okkar á prjónakaffi í Heimilisiðnaðarfélaginu!