Á prjónakaffi fimmtudagskvöldið 3. apríl fáum við til okkar góða gesti úr Skagafirðinum. Systurnar Helgarut og Ólína Björk Hjartardætur reka verslanir undir sama þaki á Sauðárkróki sem heita Rendur og Drangey Studio. Rendur selur hágæða garn og fylgihluti en Drangey Studio býður upp á lífrænar vörur á borð við sápur frá På Stell og húðvörur frá Lille Kanine og Grums. Systurnar leggja mikla áherslu á að bjóða upp á hreinar og lífrænar vörur sem eru vottaðar Fair Trade. Helgarut og Ólína Björk verða með prjónles til sýnis, garn og fylgihluti frá verslunum sínum og ef til vill verður hægt að versla hespur í nýtt verkefni!
Húsið opnar klukkan 19:00 og kynningin hefst klukkan 20:00. Prjónakaffinefndin tekur á móti gestum með veitingar og bros á vör, verið öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir!