Opið hús: fáið aðstoð með handverkið!

Heimilisiðnaðarfélagið býður félagsfólki og öðrum þátttakendum á námskeiðum að koma annan föstudag í mánuði með sínar hannyrðir og þá sérstaklega verkefni sem eru ólokin eftir námskeið. Í boði er að fá félagsskap og stuðning við að ljúka verkefnum. Á staðnum verða áhugasamir og reyndir félagsmenn sem geta verið innan handar.