Belti er notað við faldbúning, skautbúning, kyrtil og 20. aldar upphlut.
Beltisskjöldur og tveir parastokkar úr málmi sem krækja saman að framan taubelti (doppubelti) eða stokkabelti. Einnig geta beltispör verið tveir beltisskildir.
Belti úr flaueli eða flauelsteygju og skreytt mörgum silfur- eða málmdoppum. Beltið er krækt saman með samsvarandi beltispörum, silfruðum eða gylltum.
Skraut á doppubelti. Doppurnar eru oftast smíðaðar úr silfri, ýmist steyptu, pressuðu eða víravirki. Lyklasylgja Lyklahringur sem hékk við belti húsfreyju í faldbúningi, yfirleitt úr kopar. Við sylgjuna héngu búrlyklarnir.
Er borið við faldbúning, skautbúning eða kyrtil. Það er stokkabelti en sproti, samskonar og beltið sjálft, hangir við beltið fast við beltispörin eða á skildinum.
Neðsti stokkur sprotans á sprotabelti. Hann er stærri og hefur aðra lögun en stokkarnir og oft með viðhengi.
Er notað við faldbúning, skautbúning, kyrtil og 20. aldar upphlut. Stokkabelti er sett saman úr mismunandi mörgum málmstokkum sem eru hlekkjaðir saman í eina heild með smáum hlekkjum og krækt saman með beltispörum. Stokkabelti eru nær alltaf smíðuð úr silfri, oftast gyllt, ýmist steypt munstur eða handsmíðað víravirki. Einnig þekktust pressuð munstur og loftverk.