Víravirki - hringur

VÍRAVIRKI FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA

Kennari:       
Júlía Þrastardóttir      
       
Lengd námskeiðs:  Tímasetningar:    
2 skipti = 10 klst. 16. nóvember Laugardagur kl 10-15 (með 30 mín hádegishléi)
  17. nóvember Sunnudagur kl 10-15 (með 30 mín hádegishléi)

 

Námskeiðsgjald:  
52.000 (46.800 kr fyrir félagsmenn)
Efni er innifalið í hring.
 

Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.

Á þessu námskeiði munu nemendur gera hring úr víravirki þar sem byrjað er með flatt munstur sem er síðan beygt í hring. Gott er að hafa farið á víravirkisnámskeið áður en ekki nauðsynlegt. 

Einnig geta nemendur sem hafa lært grunnin gert verkefni að eigin vali, þar sem farið er ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu, þá sérstaklega að kveikja. Ef gera á sérstakt sérstakt verkefni eins og t.d. millur þarf að láta vita með fyrirvara þannig að kennarinn geti passað að vera með allt sem þarf. Athugið að ef er gert annað verkefni en hringur getur bæst við auka efniskostanaður 

Öll verkfæri eru á staðnum og gott er að hafa með sér glósubók og penna.