VÍRAVIRKI FYRIR BYRJENDU OG LENGRA KOMNA
Kennari: Júlía Þrastardóttir
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 10 klst.
Tími: 5.og 6. október kl 10.00-15.00 með 30 mín hádegishléi - laugardagur og sunnudagur
Námskeiðsgjald 52.000 (46.800 kr fyrir félagsmenn)
Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.
Á þessu námskeiði munu byrjendur gera nælu eða hálsmen og læra grunn atriðin í víravirki. Þau sem hafa áður lært grunnin gera verkefni að eigin vali, þar sem farið er ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu, þá sérstaklega að kveikja. Ef gera á sérstakt sérstakt verkefni eins og t.d. millur þarf að láta vita með fyrirvara þannig að kennarinn geti passað að vera með allt sem þarf. Einnig verður kennari með hugmyndir og sýnishorn á staðnum og því ekki skilyrði að vera búin að ákveða verkið fyrir fram. Námskeiðið hentar þeim sem kunna grunn í víravirki en byrjendur eru einnig velkomnir.