Undirpils fyrir þjóðbúninga
Kennari:
Oddný Kristjánsdóttir
Lengd námskeiðs:
2 skipti = 5 klst
Tímasetningar:
8. maí – Miðvikudagur – kl. 18.00-20.30
22. maí – Miðvikudagur – kl. 18.00-20.30
Námskeiðsgjald:
30.000 (27.000 kr. fyrir félagsmenn)
Efni er ekki innifalið.
Undir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning. Pilsið er klæðskerasniðið, nemendur mæta fyrir fyrsta kennslutíma í máltöku og efnisval. Allt efni er fáanlegt í verslun HFÍ.
Efni: Nokkuð úrval er af efnum og blúndum í verslun okkar í Nethylnum en einnig er velkomið að koma með eigið efni. Til viðmiðunar þarf 2m af efni í vanalegri breidd (1,4-1.5 m) og 3,7m af blúndu. Ef efnið er þunnt er viðmiðið 2,5m efni og 5,2m af blúndu.
Nemendur þurfa að mæta í verlslunina ekki seinna er viku fyrir námskeiðið til að velja eða afhelda efni og láta mæla pilssíddina.