Tóvinna

Tóvinna

Kennarar:       
Marianne Guckelsberger      
       
Lengd námskeiðs:  Tímasetningar:    
2 skipti = 9. klst. 22. mars Laugardagur kl. 10-14:30
  23. mars Sunnudagur kl. 10-14:30
       
Námskeiðsgjald:
30.900 (27.810kr. fyrir félagsmenn)
Efni er innifalið.
 

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu. Spunnið er þel og tog, notaðir viðeigandi kambar, útskýrð gömul heiti og orðatiltæki um áhöld, ull og spuna. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem áður hafa kynnst tóvinnu.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.