Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Kennarar:
Oddný Kristjánsdóttir
Kristín Vala Breiðfjörð.
Lengd námskeiðs:
2 skipti = 12 klst. Ath. hver helgi er stök.
Tímasetningar:
15.-16. mars
26.-27. apríl
17.-18. maí
Skráning fer fram í gegnum netfangið [email protected]
Frá árinu 2014 hefur Heimilisiðnaðarfélag Íslands boðið upp á námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.
Á námskeið í þjóðbúningasaumi á Laugalandi í Eyjafirði sem haldið er í samstarfi við þjóðháttafélagið Handraðann vinna nemendur að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntusaumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi og hafa þeir sem skrá sig heila helgi forgang.
Hægt að skrá sig á saumahelgi með því að senda tölvupóst á [email protected]. Lokadagur fyrir skráningu verður fimmtudagurinn tvem vikum áður en kennsla hefst og við munum senda reikning um leið og skráning er gerð. Hafi lágmarksþátttaka ekki náðst á þessum degi mun kennslan falla niður í þeim mánuði.
Verðið fyrir námskeiðshelgina:
50.000 krónur (45.000kr fyrir félagsmenn)
Kennt er frá kl 10-17 á laugardögum og sunnudögum (getur breyst eftir flug tímum), tekið er klukkutíma hádegishlé. Aðstöðugjald er 500 kr. á helgi og greiðist beint til Handraðans fyrir kaffi og klósettpappír. Stundum er boðið uppá að kaupa heitan mat og kostar hann í kringum 1000 kr. og er látið vita af honum á Facebook hópnum.