Tálgun fyrir heimilið - sjálfbærni og sköpun
Kennari: Ólafur Oddsson.
Lengd námskeiðs: 5 skipti = 16 klst.
Tími: 19., 21., 26. og 28. apríl– mánudagar og miðvikudagr kl. 18 - 21 og sunnudagurinn 25. apríl kl. 10 - 14.
Námskeiðsgjald: 47.000 kr. (42.300 kr. fyrir félagsmenn) – allt efni og afnot áhalda er innifalin ásamt veitingum í Ólaskógarferð.
Staðsetning: Nethylur 2e – skógarferð í Kjós á sunnudegi.
Fyrir hverja?: Námskeiðið er ætlað öllum á aldrinum 10 ára og eldri. Sérstaklega mælt með blöndun á aldri. Eitt gjald er fyrir fullorðinn og barn.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að tálga með ólíkum bitáhöldum, hnífum og öxum. Sérstök áhersla er lögð á gerð nytjahluta fyrir heimilið, t.d. eldhúsið. Unnið er með fimm íslenkar viðartegundir sem vaxa í nærumhverfi okkar. Allir læra að kljúfa í einn lítinn grip og annan lengri, tálga bolla/krús, skóflu/skeið/steikarspaða eða skóhorn auk þess sem kenndar eru aðferðir til skreytinga. Hægt er að velja um önnur fjögur verkefni t.d. fugla, saltbát/skál eða snaga. Lögð er sérstök áhersla á góða umgengni við bitáhöldin og kenndar áhrifaríkar brýningaraðferðir.
Þátttakendur læra að lesa í trjágróður í nærumhverfinu, s.s. form og eiginleika einstakra trjátegunda og hvernig best er að snyrta trén og nýta afurðir í tálguverkefni. Allir fá bókina Lesið í skóginn - tálgað í tré eftir Ólaf Oddsson og geta keypt Mora tálguhníf á 3.000 kr.
Námskeiðið er í samstarfi við Skógræktina sem haldið hefur tálgunarnámskeiðin Lesið í skóginn frá árinu 1999.