Svartsaumur
Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 26. september og 10. október fimmtudagur kl. 17-20
Námskeiðsgjald: 20.900 kr. (18.810 kr. fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn í prufur innifalið.
Kennd eru grunnatriði svartsaums en aðferðin gengur út á að sauma myndir og munstur með svörtu þræðispori. Gerðar eru prufur en þátttakendur velja sér jafnframt viðfangsefni og hentar námskeiðið því vel bæði byrjendum og lengra komnum. Í seinni tímanum er farið í frágang. Efni í frekari verkefni fæst í verslun HFÍ. Nemendum sem nota stækkunargler er bent á að hafa þau með.