Sólarlitun - námskeið - fullbókað

Sólarlitun

Kennari: Sigurlaug Helga Jónsdóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 4 klst.

Tími: 10. og 11. nóvember, miðvikudag og fimmtudag kl. 18 - 20

Námskeiðsgjald: 14.900 kr. ( 13.410 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni. Notuð er svokölluð ,,mjólk" sem textíllitunum er blandað í. Þessi aðferð gerir kleift að munstra efni, til að mynda með þurrkuðum laufblöðum eða öðrum formum. Fyrra kvöldið er efnið litað en seinna kvöldið er gengið frá efninu.