Refilsaumur
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 5 klst
Tími: 23. og 30 janúar - fimmtudagar kl 17:30 - 20:00
Námskeiðsgjald: 25.400 (22.860 kr. fyrir félagsmenn) - innifalið er áprentaður hör, garn, nál og saumhringur
Val á milli Kross, Þistill eða Flétta vinsamlega takið fram í athugasemd hvaða mynd verður fyrir valinu þegar gengið er frá skráningu
Nemendur eru beðnir um að hafa með sér lítil skæri og fingurbjörg, ef þess þarf. Vinsamlegast takið fram í athugasemd hvor myndin verður fyrir valinu, kross eða þistill.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands hannaði fjórar útsaumspakkningar með sýnishornum úr þremur refilsaumuðum verkum sem varðveitt eru hér á landi; Kross úr altarisklæði frá Svalbarði á Svalbarðsströnd, Þistill úr altarisklæði frá Stafafelli í Lóni, flétta úr Draflastaðaklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal og María himnadrottning úr altarisklæðinu frá Stafafelli í Lóni.