Refilsaumur - námskeið

Refilsaumur

Lengd námskeiðs:  Tímasetningar:     
2 skipti = 5 klst  13. mars  Fimmtudagur kl. 17:30-20
  27. mars  Fimmtudagur kl. 17:30-20

 

Námskeiðsgjald:
25.400 (22.860 kr. fyrir félagsmenn)
Innifalið er áprentaður hör, garn, nál og saumhringur 

 

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu. Refilsaumur er einstaklega fallegur til að sauma út myndir og fyllta fleti. Nemendur læra aðferðina og sauma litla mynd. Val á milliKrossÞistill eða Flétta vinsamlega takið fram í athugasemd hvaða mynd verður fyrir valinu þegar gengið er frá skráningu

Nemendur eru beðnir um að hafa með sér lítil skæri og fingurbjörg, ef þess þarf. Vinsamlegast takið fram í athugasemd hvor myndin verður fyrir valinu, kross eða þistill. 

Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands hannaði fjórar útsaumspakkningar með sýnishornum úr þremur refilsaumuðum verkum sem varðveitt eru hér á landi; Kross úr altarisklæði frá Svalbarði á Svalbarðsströnd, Þistill úr altarisklæði frá Stafafelli í Lóni, flétta úr Draflastaðaklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal og María himnadrottning úr altarisklæðinu frá Stafafelli í Lóni.