Kennari: Dóra Guðrún Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 23. febrúar og 2. mars - þriðjudagur kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 18.880 kr. (16.990 kr. fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn er innifalið.
Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu. Refilsaumur er einstaklega fallegur til að sauma út myndir og fyllta fleti. Nemendur læra aðferðina og sauma litla mynd.