Faldbúningtreyja / Peysufatapeysa - FULLBÓKAÐ

PEYSUFATAPEYSA

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir.

Lengd námskeiðs: 8 skipti = 20 klst.

Tími: Máltaka 30. janúar kl 16:30-19:00 

Saumatímar 13. febrúar - 10. apríl  – fimmtudagar kl. 18:00 - 20:30. ATH AÐ EKKI ERU TÍMAR 6. MARS OG 3. APRÍL 

Námskeiðsgjald: 100.900kr (90.810 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu (19. eða 20. aldar) en nota sama pilsið. Eða þeim sem eru að sauma sér falbúning / skautbúning og eru með allar skreytingar tilbúnar á treyjuna. 

Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Skráning á námskeiðið