Myndvefnaður

Myndvefnaður

Kennari: Ólöf Einarsdóttir.

Lengd námskeiðs:  5 skipti = 15 klst.

Tími: 12., 19. og 26.október og 14. og 21. nóvember fimmtudagar kl. 17:30 - 20:30. ATH að ekki er tími 7. nóvember

Námskeiðsgjald: 50.900kr. (45.810 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Uppistaða strekkt á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.