Listsaumur - blómamunstur Sigurðar málara - í Þjóðminjasafninu Fullbókað

Listsaumur - blómamunstur Sigurðar málara 

Kennari: Katrín Jóhannesdóttir

Lengd námskeið: 1 skipti – 2.5 klst

Tími: 7. september - laugardagur kl 10-12.30 í Þjóðminjasafni 

Námskeiðsgjald: 19.900kr (17.910kr fyrir félagsmenn) efni er innifalið 

Í tilefni 150 ára ártíðar Sigurðar „Málara“ Guðmundsssonar verður hátíðardagskrá í boði í Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið laugardaginn 7. september. Dagurinn hefst með námskeiði í listsaum þar sem saumuð verða munstur sem Sigurður Guðmundsson hannaði fyrir skautbúning og kyrtilbúning. Nemendur geta valið milli tveggja munstra: annars vegar Sóleyjarmunstrið og hins vegar Býsanska munstrið. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaum, fræhnúta, löng og stutt spor og leggsaum. Útsauminn má svo setja upp í púða eða ramma inn.

 Námskeiðið hefst klukkan 10:00 og stendur til klukkan 12:30. Klukkan 13:00 heldur Dr. Karl Aspelund fyrirlestur um ævi og störf Sigurðar. Að loknum fyrirlestri Karls verður boðið upp á leiðsögn um grunnsýningu safnsins þar sem Dr. Terry Gunnell leiðir gesti um sýninguna með sérstaka áherslu á Sigurð Guðmundsson. Deginum lýkur á samdansi með meðlimum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur.

 Vð hvetjum nemendur og aðra gesti til að mæta á þjóðbúningi þennan dag!

 Vinsamlegast takið fram í athugasemd hvort valið sé Sóleyjarmunstur eða Býsanskt munstur nr. 30.

Sóley: 

s´ley

 

 

 

 

 

 

 

Býsanskt no 30