Landnámsspuni
Kennari: Marianne Guckelsberger.
Lengd námskeiðs: 2 skipti= 6 klst.
Tími: 28. og 30.. apríl mánudagur og miðvikudagur kl 18-21.
Námskeiðsgjald: 21.600 kr. (19.440 kr. fyrir félagsmenn) - efni og afnot af áhöldum er innifalið.
Spuni af rokki (á forníslensku) eða ullarstaf eins og við köllum hann í dag er spunaháttur sem landnámskonur notuðu til að spinna ullarband. Ullin var kembd í togkömbum og fest á efri endann á ullarstafnum og lítill snældusnúður úr klébergi stunginn laust á neðra endann á halanum. Fingur hægri handar sem snúa halanum í sífellu búa til snúning sem breytir ullinni í band. Að spinna af rokki tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám, þar til halasnældur sem við þekkjum í dag með snúð oftast úr tré og krók efst. Þær urðu algengar ekki seinna en um 16. öld, sbr. halasnældu "Anna á mig" frá Stóruborg frá um miðja 16. öld. Við þessa spunaaðferð var ekki lengur notaður ullarstafur.
Á námskeiðinu ætlum við að binda upp og festa ullarkembur á ullarstafinn og síðan læra tvær spunaaðferðir sem á ensku heita in-hand-spinning og short suspension spinning.
Ull, ullarstafir og snældur eru til staðar og til sölu að námskeiði loknu.
hámarksfjöldi nemenda er 5