Körfugerð - Fléttuð karfa

Körfugerð -  Fléttuð karfa

Kennari: Guðrún Pétursdóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 16. og 23. október - miðvikudagar  kl 18-21 

Námskeiðsgjald: 21.900kr (19.710 kr fyrir félagsmenn) efni er innifalið 

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera svokallaða fléttukörfu úr melgresi og öðrum stráum. Þessi aðferð er stundum kennd við Burkina Fasó en einnig hafa körfur og annar vefnaður fundist bæði á Spáni og Skotlandi. Við byrjum á því að æfa tæknina sem þarf til að gera mjög fjölbreytt úrval af körfum. Þátttakendur gera síðan körfu að eigin vali.