Handverksnámskeið fyrir börn 8-12 ára

Kennarar: Ásthildur og Lára Magnea, Bjarni og Jón, Linda Húmdís og Marianne.

Tími: 08:30-16:00 mánudag til föstudags.

Námskeiðsgjald: 50.000 krónur (45.000 krónur fyrir félagsmenn) – efni er innifalið.

 Á þessu skemmtilega námskeiði fyrir hressa krakka á aldrinum 8-12 ára verður kennt fjölbreytt handverk, s.s. hvernig spinna megi ull á halasnældu, spennandi Shibori litun, tálgun og töfrabrögð! Í lok námskeiðsins heimsækja krakkarnir Árbæjarsafn og fá leiðsögn ásamt því að fara í fjöruga leiki.

Kennt er frá 08:30-16:00 vikuna 27. júní til 1. júlí, og fá börnin leiðsögn hjá tveimur mismunandi kennurum á hverjum degi. Börnin hafa með sér hollt og gott nesti og föt sem henta vel fyrir leik og störf ungs handverksfólks.

 Hámarksfjöldi barna er 16, en þeim verður skipt í tvo hópa.