Filt hattagerð.
Kennari: Helga Rún Pálsdóttir
Lengd námskeið: 2 skipti = 10 klst.
Tími: - 23. og 24. nóvember - laugardagur kl 9-13 sunnudagur kl 9-15
Námskeiðsgjald: 37.000r. (33.300kr. fyrir félagsmenn) Efni er ekki innifalið
Gerður er 1 einn klassískur filthattur, val er um að gera kven hatt eða herra hatt og skal það tekið fram við skráningu, hvort er valið.
Farið er í helstu tækni við gerð filthatta og klassískar skreytingar með rifsborðum og fjöðrum.
Farið í höfuð mælingar, valið filt efni og form til að vinna með, og er hattafilt strekkt á hnall og látið þorna til næsta dags og nokkrar skreytingar aðferðir ræddar.
Seinni daginn er filt hatturinn kláraður, formið klárað með straujningu og barðið klippt og stífað og hatta band saumað inn í og skrautband sett á.
Nemendur komi með helstu saumaverkfæri t.d skæri, tvinna, málband, reglustikur, krít, títiprjóna, gott að hafa fingurbjörg því þetta er handsaumur.
Kennari selur efni á staðnum en nemendur geta gjarnan komið með fjaðrir, perlur og annað auka til að skreyta með.