Eplakarfa / prjónakarfa UPPBÓKAÐ

Eplakarfa/prjónakarfa

Kennari: Margrét Guðnadóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 1. og 8. mars – mánudaga kl 18-21.

Námskeiðsgjald: 21.880 kr. (19.692 kr. fyrir félagsmenn) – efni er innifalið.

Kennd eru undirstöðuatriði í kröfuvefnaði en námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu. Körfugerðin tekur tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðs.