Egypskur spjaldvefnaður

Egypskur spjaldvefnaður

Kennari:        
Ólöf Einarsdóttir      
       
       
Lengd námskeiðs:   Tímasetningar:    
2 skipti = 6 klst.  8. maí Fimmtudagur kl. 17:30-20:30
  22. maí Fimmtudagur kl. 17:30-20:30
       
Námskeiðsgjald:  
18.600 kr. (16.740 kr. fyrir félagsmenn)
Efni er ekki innifalið.
 

Þessi spjaldvefnaðargerð er kennd við Egyptaland, en mynstrið myndar þríhyrninga og tígla sem vel minna á Egypsku pýramídana fornu. Oftast eru notaðir tveir litir og dregið er inn í spjöldin eftir ákveðnu mynstri og spjöldunum síðan snúið á sérstakan hátt til að fá fram mynstrið. þetta námskeið hentar sérstaklega þeim sem hafa áður lært grunninn í spjaldvefnaði. 

Spjaldvefnaðurinn er ævagamalt handverk sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri sögu – allt að 3000 ára.

Eins og nafnið gefur til kynna eru spjöld notuð til verksins, ferhyrnd, u.þ.b. 8-10 cm á hverja hlið og eru fjögur göt á hverju spjaldi. Bönd eru ofin með spjaldvefnaði og ákvarðast breidd bandanna af fjölda spjaldanna.