Baldýring fyrir byrjendur - netnásmkeið

BALDÝRING - Netnámskeið 

Kennarar:       
Ólöf Engilberts       
       
Lengd námskeiðs: Tímasetningar:    
3 skipti = 9 klst. 20. nóvember Miðvikudagur kl. 18:30-21:30 
  27. nóvember Miðvikudagur kl. 18:30-21:30 
  4. desember Miðvikudagur kl. 18:30-21:30 

 

Námskeiðsgjald:
28.900 kr. (26.010 kr. fyrir félagsmenn)
Efni og garn í prufur er innifalið.
 

Námskeiðið er kennt á netinu í gegnum fjarfundarbúnað nemendur þurfa því tölvu með myndavél og hljóðnema til að taka þátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimilisiðanarfélagið kennir netnásmkeið. 

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Baldýring er þó ekki eingöngu til notkunar á þjóðbúningum og kirkjuklæðum en hún kemur stórkostlega út á til dæmis nælu eða veski.

Á þessu námskeiði verður byrjendum kennd grunn atriðin og réttu handtökin í baldýringu og nemendur byrja á að gera prufu.

Nemendur þurfa skæri, fingurbjörg og venjulegan svartan saumtvinna. Einnig er gott að nota stækkunargler með sér ef fólk á.

Efnispakkar í prufur verða sendir 13. nóvember en ef fólk vill sækja í nethylinn er hægt að gera það fram til 19. nóvember.