Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna

BALDÝRING - byrjendanámskeið

Kennarar: Anna Stefanía Magnúsdóttir 

Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.

Tími: 8., 15. og 22. febrúar - laugardagar - kl 10-13  

Námskeiðsgjald: 28.900 kr. (26.010 kr. fyrir félagsmenn) - efni og garn í prufur er innifalið.

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Baldýring er þó ekki eingöngu til notkunar á þjóðbúningum og kirkjuklæðum en hún kemur stórkostlega út á til dæmis nælu eða veski.

Á þessu námskeiði verður byrjendum kennd grunn atriðin og réttu handtökin í baldýringu og nemendur byrja á að gera prufu.

Þeir sem kunna aðferðina geta fengið aðstoð við að byrja á stærra verkefni, eins og upphlutsborðum eða við að halda áfram með gömul verkefni  

Nemendur þurfa að taka með sér skæri, fingurbjörg og venjulegan svartan saumtvinna. Einnig er gott að taka stækkunargler með sér ef fólk á.