Undirpils fyrir þjóðbúninga
Kennari: Oddný Kristjánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Undir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning. Pilsið er klæðskerasniðið, nemendur mæta fyrir fyrsta kennslutíma í máltöku og efnisval. Allt efni er fáanlegt í verslun HFÍ.
Hámarksfjöldi nemenda er átta.