Sumarlokun frá 1. júlí til 6. ágúst

Lokað er hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands frá 1. júlí til 6. ágúst 2024 vegna sumarleyfa starfsfólks. 

Þegar við snúum aftur úr sumarfríi tekur strax við öflugt félagsstarf Heimilisiðnaðarfélagsins, viðburðir og námskeið. Ber þar helst að nefna blómlegan viðburð á Árbæjarsafni 18. ágúst þar sem blómahönnuðir kenna gestum að hnýta fallega blómvendi og Heimilisiðnaðarfólk sýnir handverk með blómaþema. Fyrsta prjónakaffi haustsins verður á sínum stað fyrsta fimmtudaginn í september þar sem formaður félagsins Kristín Vala kynnir námskeið haustannar og prjónakaffinefndin verður með kaffi og meðlæti á boðstólnum. Laugardaginn 7. september minnumst við svo Sigurðar málara á þjóðbúningadegi á Þjóðminjasafninu en þá eru 150 ár liðin frá dánardægri hans. Þessa sömu viku höldum við upp á Nordic Craft Week með Norrænu Heimilisiðnaðarfélögunum þar sem ofin bönd verða í forgrunni. Fylgist því með okkur á samfélagsmiðlum og á heimasíðunni okkar www.heimilisidnadur.is