Fyrirlestur með Guðrúnu í Hespuhúsinu

Miðvikudaginn 6. apríl klukkan 20:00 mun Guðrún Bjarnadóttir, náttúrufræðingur og eigandi Jurtalitunarvinnustofunnar Hespuhússins í Ölfusi, fara yfir litunarsögu Íslendinga og fjalla um þá jurtaliti sem tíðkuðust á hverju tímabili. Litunarsagan skiptist í nokkur litatímabil þar sem þjóðin var annað hvort litrík eða litlaus og spilaði þar inní veðrátta, verslunarsaga og andlegt ástand þjóðarinnar. Þetta er fyrirlestur sem enginn áhugamaður um jurtalitun eða jurtanytjar ætti að láta framhjá sér fara. 
 
Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Heimilisiðnaðarfélags Íslands að Nethyl 2e klukkan 20:00 miðvikudaginn 6. apríl næstkomandi og verður um klukkutíma langur. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, boðið verður upp á kaffi og sódavatn. Verið velkomin!