Fortíðar-fimmtudagur 6. janúar 2022
06.01.2022
Því miður verður ekkert prjónakaffi hjá okkur í janúar en þess í stað bjóðum við ykkur upp á fortíðar-fimmtudaga! Þessir vestfirsku laufviðarvettlingar eru úr safni Heimilisiðnaðarfélagsins og birtist uppskrift að vettlingunum í ársriti félagsins Hugur og Hönd árið 1973. Hugur og Hönd má finna á vefsíðunni timarit.is en einnig er hægt að kaupa eldri árganga í verslun félagsins að Nethyl 2e. Hugur og Hönd er endalaus uppspretta fróðleiks og er tímalaust heimild um íslenskt handverk.