Aðalfundur Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. maí kl. 19:30.
Fundurinn fer fram í sal Heimilisiðnaðarfélagins að Nethyl 2e.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins:
1. Formaður setur fundinn og stjórnar kosningu nefndar sem athugar kosningarétt fundarmanna og skilar áliti.
2. Formaður stjórnar kosningu fundarstjóra.
3. Fundarstjóri skipar fundarritara.
4. Fundarstjóri gefur yfirlýsingu um lögmæti fundar.
5. Skýrsla stjórnar og starfsnefnda.
6. Gjaldkeri félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga og skýrir þá.
7. Umræður um skýrslur stjórnar og reikninga.
8. Lagabreytingar hafi komið tillaga þar um skv. 23 gr.
9. Kosning aðalstjórnar og varastjórnar samkvæmt 14. gr.
10. Kosning fastanefnda, samkvæmt 21. gr.
11. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs í senn og eins til vara til að endurskoða reikninga félagsins.
12. Ákvörðun um félagsgjöld næsta starfsárs, sbr. 7. gr.
13. Önnur mál.
Ársreikningar félagsins verða aðgengilegir á heimasíðunni viku fyrir aðalfund, þ.e. frá og með 4. maí. Uppstillinganefnd vinnur að uppstillingu í stjórn og nefndir en félagsmenn geta gefið kost á sér, eða gert tillögur um aðra félagsmenn til kjörs í stjórn eða starfsnefndir eftir að hafa aflað samþykkis viðkomandi. Tillögur skulu vera skriflegar og berast skrifstofu félagsins a.m.k. viku fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en 4. maí á netfangið
[email protected].
Léttar veitingar verða í boði fyrir fundargesti, hlökkum til að sjá ykkur sem flest!