Þjóðhátíðardagurinn verður haldin hátíðlegur á Árbæjarsafni. Hvetjum félagsmenn okkar og alla aðra sem tök hafa á að klæðast þjóðbúningi þennan dag til að koma og sýna sig og sjá aðra á safninu.
kl. 13.00 - 16.00 - Félagsmenn HFÍ vinna að fjölbreyttu handverki í húsum safnsins.
kl. 14.00 Oddný Kristjánsdóttir skautar fjallkonuna í Lækjargötuhúsinu (eða úti ef veður leyfir).
ATH. Þeir sem klæðast þjóðbúningi fá frítt inn á safnið.