1 Fermetri af Hör: kynningarfundur

Verkefnið 1 Fermetri af Hör hóf göngu sína í Vestur-Gautlandi árið 2020 og ári seinna varð það að landsverkefni í Svíþjóð með um sex þúsund þátttakendum. Verkefnið hefur haft mikil áhrif og beint sjónum almennings að sjálfbærni, ofurneyslu á textíl og varðveislu menningararfs.
Samtök Norrænna Heimilisiðnaðarfélaga hafa átt samstarf um verkefni sem snúa að sjálfbærni og varðveislu á menningararfi Norðurlandanna. Aðstæður til ræktunar á hör eru nokkuð svipaðar á Norðurlöndunum, þar sem hör hefur sumstaðar ekki verið ræktaður í stórum stíl í nokkur hundruð ár. Samtökin hafa ákveðið að gera 1 Fermetri af Hör að samnorrænu verkefni til næstu tveggja ára.
Hör fyrir handverk er ræktaður í litlu magni og er að öllu leyti verkaður í höndunum. Með því að sýna samhengið milli hráefnis og afurðar getum við vakið almenning til umhugsunar um neyslu og nýtingu.
Nú þegar hafa um 40 manns skráð sig í verkefnið hér á Íslandi! Mánudaginn 28. mars klukkan 16:00 verður haldin kynning á verkefninu í gegnum samskiptaforritið Zoom, umsjón er í höndum finnska heimilisiðnaðarfélagsins Taito. Dagskráin mun birtast hér þegar nær dregur en meðal efnis á fundinum verður kynning frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi og stutt ágrip um sögu hörræktar á Norðurlöndunum.
Hér er hlekkur á fundinn sem mun opnast 28. mars klukkan 16:00:
 
https://zoom.us/j/91920489064
Meeting ID: 919 2048 9064