Samtök heimilisiðnaðarfélaga á Norðurlöndunum, Nordens Husflidsforbund, eru að fara af stað með nýtt samnorrænt verkefni sem snýr að hörrækt. Tilgangurinn er að fræða almenningi um samhengið milli hráefnis og afurðar og kenna fólki að rækta hör, feygja hann og spinna. Það var heimilisiðnaðarfélag Svíþjóðar sem hóf verkefnið á síðasta ári, hægt er að lesa um verkefnið í Svíþjóð hér. Þeir sem vilja taka þátt í verkefninu hér á Íslandi geta haft samband við Heimilisiðnaðarfélag Íslands á netfanginu [email protected] en nú þegar hafa um 20 manns af landinu öllu skráð sig! Þátttakendur munu fá hörfræ fyrir einn fermetra ásamt fræðslu.