Heimilisiðnaðarfélagið hefur þurft að gera ýmsar ráðstafanir vegna Covid-19. Námskeið eru haldin með eftirfarandi ráðstöfnunum:
Hreinlæti:
Aðgangur að vaski til handþvotta, handþurrkum og spritti er greiður.
Auk almenns hreinlætist eru snertifletir sótthreinsaðir reglulega.
2 metra regla:
Tryggt er að 2 meter sé á milli sæta nemenda.
Námskeiðum hefur verið fækkað til að tryggja að fjöldi einstaklinga í húsi fari ekki yfir ákveðin mörk.
Nemendum hefur verið fækkað úr hámark átta í hámark sex á ákveðnum námskeiðum.
Þjóðbúningasaumsnámskeið hafa verið færð úr minna kennslurými (við bókasafn) yfir í það stærra (inn í sal).
Andlitsgrímur:
Vegna smitgátar eru nemendur hvattir til að nota andlitsgrímur þar sem erfitt er að tryggja fjarlægð við leiðbeiningu kennara.
Hressing (te/kaffi):
Ekki er boðið upp á hressingu (te/kaffi) eins og venja er.
Nemendur eru hvattir til að hafa með sér hressingu á hitabrúsa + vatnsflösku.
Hlökkum til að taka á móti nemendum okkar!