Á Þorláksmessu kl. 14 - 19 stendur Sögufélagið fyrir sölu á nýrri bókaútgáfu í Aðalstræti 10.
Bókin HANDA Á MILLI - HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Í HUNDRAÐ ÁR er á meðal titla sem Sögufélag gefur út fyrir þessi jól. Bókin er kjörin jólagjöf á viðráðanlegu verði fyrir allt áhugafólk um handverk en hún er á tilboðsverði þessa helgi á 7.900 kr.
Bókin er eftir Áslaugu Sverrisdóttur sagnfræðing og vefnaðarkennara. Saga Heimilisiðnaðarfélagsins 1913-2013 endurspeglar þróun handverks með breyttri samfélagsgerð. Bókin er 300 blaðsíður með yfir 150 ljósmyndum auk leiðbeininga úr handraðanum sem handverksfólk mun hafa unun að. Bókin er einstaklega falleg en hún er klædd lérefti með ísaumuðu munstri Ragnheiðar biskupsfrúar á Hólum frá 17. öld. Fjölmargar nýjar og gamlar ljósmyndir prýða bókina, auk þess sem handverksleiðbeiningar sem sérstaklega höfða til handverksfólks undir yfirskriftinni Úr handraðanum eru í bókinni.
Allar reglur um sóttvarnir verða virtar og grímuskylda er í húsinu.