Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið vor 2024

ÞJÓÐBÚNINGUR KVENNA KVÖLDNÁMSKEIÐ

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir.

Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.

Tími: Máltaka 6. febrúar þriðjudagur kl. 18.00-21.00

Saumatímar:  20. febrúar- 7. maí - þriðjudaga kl. 18:00 - 21:00 - ATH að ekki er tími 26. mars og 30. apríl

Námskeiðsgjald: 155.500 kr. (139.950 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar - sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Aths.: Ef fólk vill sjálft baldýra eða knipla á búninginn mælum við með að þau námskeið séu tekin á undan þessu. Námskeiðslýsingu þeirra má sjá  undir Námskeið/Þjóðbúningar. 

Hámarksfjöldi nemenda er sex.